Bæjarhella 2019

Grunnskólinn á Hellu

Hvað gerum við?
Bæjarhella 2019 17 október, 2019

Markaðsdagur Bæjarhellunnar var á fimmtudaginn milli kl.17.00 og 19.00 í íþróttahúsinu á Hellu. Það var alskonar stöðvar á staðnum og mikið til að selja. BH-Myndver kom með bío mynd fyrir okkur og Mötuneytið var með Pylsurnar á hreinu! Við fengum svaka mikið af fólki til að koma og skoða. Við vonum að sem flestir geta komið næst og kynnt sér þetta skemmtilega verkefni í Grunnskólanum Hellu


Bæjarráðið

Nýbakað bæjarráð tók til starfa í síðustu viku. Í bæjarstjórn sitja Gabríel Snær, 10.b., Martin 9.b., Jónína, 8.b., Kristófer Árni, 7.b., og Kristinn Andri, 6.b. Martin var kosinn bæjarstjóri í leynilegri kosningu.

Stöðvar

  • BH Myndver
    Helstu verkefni eru handritsgerð, upptökur, viðtöl, leiklist, vinna í myndvinnsluforriti og fleira sem tengist kvikmyndabransanum
  • Dekur og skrautsmiðjan
    Þau sjá um andlitsmálningu, axlanudd, armbönd, trékarla og snaga
  • Hellubakarí
    Þau baka alskonar tegundir af brauðum
  • Fréttastofan
    Þau sjá um fréttaflutning frá bæjarhellunni í myndum og stuttmyndum

Fréttir

Hér setjum við inn alskonar myndir og vídeó frá Bæjarhellunni